Jæja, búin að vera rosalega dugleg að læra í dag. Ég og Árni vorum semsagt að læra saman í dag, hann var heima að gera einhver dæmi í tölvugrafík en ég var að lesa í félagslegri sálfræði og hugfræði, geðveikt gaman. Svo tókum við það bara rólega í kvöld, vorum bara að glápa á video og svona. Árni er reyndar byrjaður í miðsvetrarprófum (búinn með eitt) og á tvö eftir þannig að hann þarf örugglega að læra rosalega mikið á morgun og hinn þannig að það var fínt að nýta daginn svona, aðeins að vera saman.
Við erum búin að ákveða að flytja til útlanda strax eftir að við útskrifumst og taka masterinn bara strax. Við erum nefnilega svo hrædd um að ef við förum að vinna þá förum við ekkert, best bara að fara strax þótt að það myndi vera gott að geta aðeins komið sér í betra stand svona peningalega en það hlýtur að reddast, hefur allavega gert það hingað til. Svo leigjum við íbúðina þannig að það hjálpar mikið til. Löndin sem koma til greina eru Danmörk og Írland, ekki alveg búin að ákveða en ætlum að fara að sækja um kollegi og svona. Allavega ef við förum til Kaupmannahafnar þá er geðveikt mikið húsnæðisleysi þar þannig að maður þarf að vera snemma í því. Reyndar erum við ekki viss hvort að við munum fara til Kaupmannahafnar eða Árósa (ef við förum til Danmerkur) þannig að við þurfum að sækja um á báðum stöðum. Kannski verðum við þá á sama stað Karen, gaman gaman!!
Það eina sem ég kvíði fyrir (fyrir utan að kveðja vini og fjölskyldu) er að skilja Snúðinn okkar eftir. Mamma og pabbi eru samt svo góð að ætla að taka hann, en samt tvö ár eru rosalega langur tími. Ég hlakka ekki til þess að kveðja hann.
laugardagur, október 04, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/04/2003 11:18:00 e.h.
|