mánudagur, september 29, 2003

Ég er komin með alltof mikla samvisku fyrir skólann, mér leið svo illa seinasta fimmtudag að ég mætti ekki í Félagslega sálfræði (fjórfaldur tími by the way) og í dag á ég líka að vera í félagslegu klukkan eitt en Sigga systir hringdi og bað mig um að passa Adam litla frænka (mesta krútt í heimi) einmitt klukkan eitt og ég sagði auðvitað já en samt er ég með pínku samviskubit yfir því að mæta ekki, samt eru þetta einu tímarnir sem ég er ekki búin að mæta í þessa önn. Svo er auðvitað mikið skemmtilegra að passa Adam. Og ég er búin að vera rosalega dugleg að lesa þannig að ég á þetta bara alveg skilið (er að reyna að réttlæta þetta fyrir mér).
Við vorum rosalega dugleg um helgina, þrífum alla íbúðina og keyptum 9 jólagjafir, reyndar bara hluta af nokkrum en samt, komin vel á skrið. Oh ég er svo mikið jólabarn, er strax byrjuð að hlakka til jólanna.