sunnudagur, september 21, 2003

Jæja enn ein helgin búin. Það gerðist nú eiginlega ekkert markvert um þessa helgi, ég var bara heima báða dagana og var að læra og sauma jóladúkinn minn. Svo var ég reyndar rosalega dugleg við að horfa á ER, er semsagt búin með fyrstu seríuna og get ekki beðið eftir að sjá númer 2. Það er svo langt síðan að maður hefur séð þetta. Ég held meira að segja að ég hafi ekki horft á fyrstu seríurnar þegar að þær voru í sjónvarpinu þannig að þetta er mjög gaman.
Árni var uppi í skóla alla helgina (hvað annað?), er að gera eitthvað verkefni með Sverri sem þeir eiga að skila á morgun. En ég er nú búin að panta hann til að vera eitthvað með mér í vikunni sem er að koma, bara svo að ég fái eitthvað að sjá hann.
Fyrir utan þetta er bara eiginlega ekkert að frétta, ég ákvað að halda áfram að taka sýklalyfin, mér er ekki eins flökurt lengur en ég er hinsvegar alltaf með þennan höfuðverk en ætli ég verði ekki bara að bíða fram á miðvikudag til að tala við lækninn um þetta.