Mamma á sextugsafmæli í dag, til hamingju með daginn elsku mamma mín. Svo á laugardaginn áttu bæði tengdapabbi og Snúður afmæli, til hamingju báðir.
Það var bara fínt í sumarbústaðnum á laugardaginn, við komum um eittleytið og ég og mamma ætluðum að skella okkur í pottinn áður en systkinin kæmu með alla grislingana sína en þá var potturinn alltof heitur. Þannig að við þurftum að bíða nokkra stund og gátum ekki farið ofan í fyrr en grislingarnir voru komnir líka en það var samt allt í lagi. Svo var bara slappað af, spjallað, grillað og spilað. Svo lögðum ég og Árni af stað heim um tíuleytið. Við hefðum alveg verið til í að gista en Snúður var bara einn heima og enginn til að sjá um hann.
Svo var bara slappað af í gær, las dálítið fyrir skólann en svo fórum við til tengdó í smá afmæliskaffi og svo til frænku minnar þar sem að Árni var að laga tölvuna fyrir þau. En ég læt þetta duga í bili.
mánudagur, september 08, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/08/2003 10:49:00 f.h.
|