föstudagur, september 05, 2003

Við systkinin fórum til mömmu og pabba í gær með afmælisgjöfina þeirra, 28" sjónvarp og video. Þau voru svo ánægð, æðislegt að sjá á þeim svipinn þegar að þau sáu kassana!! Það er svo gaman að gefa gjafir þegar að fólkið verður svona ánægt. Svo eru þau að fara í sumarbústað í viku en við systkinin + makar + barnabörn munum fara á morgun til þeirra í kaffi og svo grill seinna um kvöldið, nammi namm. Þannig að við verðum um 20 manns þarna, ég á nefnilega svo mörg systkini og systkinabörn.
Svo erum ég og Árni að fara til húðsjúkdómalæknis í dag, ég er nefnilega með einhver útbrot á nefinu (og maður verður svo meðvitaður um þannig, mér líður alltaf eins og allir séu að horfa á nefið á mér) og Árni er með einhverja flekki út um allt bak og bringu, ekki alveg nógu gott. Ég hringdi semsagt í lok júní til að panta tíma og fékk ekki tíma fyrr en í gær. En svo var hringt á miðvikudaginn og sagt að læknirinn væri veikur og við myndum bara fá næst tíma einhvern tíma í lok október!! Ég var brjáluð, búin að vera með útbrot í tvo mánuði og svo átti ég að bíða í tvo mánuði í viðbót af því að læknirinn varð veikur, nei takk. Ég reifst við konuna en hún vildi ekki gera neitt en svo lét ég pabba hringja og frekjast aðeins og það endaði með að við fengum tíma í dag, hjá öðrum lækni. Mér finnst bara svo fáránlegt að þeir sem áttu pantaðan tíma hjá Bárði (lækninum sem er veikur) eiga að bíða í tvo mánuði í viðbót, þeir eiga að fá einhvern forgang, þetta er ekki okkur að kenna.