Núna er ég að fara að sækja um vinnu, þar sem að ég á bara eitt fag eftir eftir áramót þá verð ég að hafa eitthvað að gera. En þetta umsóknastand byrjar ekki svo vel. Ég fór í Íslandsbanka og skilaðii umsókninni inn og allt í lagi með það en þegar ég kom heim fattaði að ég hafði skilað inn vitlausri umsókn, það stendur nefnilega óvart á umsókninni að ég get byrjað strax en það get ég auðvitað ekki!!! Þannig að ég er að spá hvað ég eigi að gera, hringja í Íslandsbanka og láta þau vita af þessari vitleysu eða bara bíða og athuga hvort að verði hringt í mig. Oh ég er svo utan við mig stundum, gæti lamið sjálfa mig.
|