Strax brjálað að gera í skólanum, það er geðveikt mikið að lesa. En þetta er samt seinasta önnin mín þannig að það er fínt. Árni er líka allan daginn uppi í skóla, kemur heim í kvöldmat og fer svo strax aftur þannig að ég hef ekkert mikið annað að gera en að lesa. Reyndar vorum við að fá fyrstu seríuna af ER þannig að ég er á fullu að horfa á hana og svo má maður ekki missa af Stargate, gaman gaman.
Útbrotin á nefinu eru strax byrjuð að minnka geðveikt mikið, mjög ánægð með það. En svo gleymi ég alltaf að bera áburðinn á handleggina á mér þannig að það gengur ekki alveg nógu vel.
Mamma og pabbi eru að koma heim úr sumarbústaðinum á föstudaginn og ég og Árni ætlum að fara á morgun og tengja sjónvarpið og videoið fyrir þau. Þau áttu nefnilega ekki nógu stórt borð undir þetta (hitt sjónvarpið var svo geðveikt lítið) þannig að þau keyptu sér sjónvarpsborð sama dag og þau fóru í sumarbústaðinn og við ætlum að setja þetta upp fyrir þau, svona surprise. Við erum svo góð!!
miðvikudagur, september 10, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/10/2003 10:05:00 e.h.
|