Jæja fyrsti skóladagurinn búinn og hann var bara fínn. Enda var í rauninni ekkert að gerast, mætti bara í einn tíma og við vorum bara að fá lesáætlun og þannig. Geðveikt mikið að lesa í einu fagi, maður þarf bara að byrja strax.
Við fórum með tölvuna í viðgerð í dag og hún þarf að vera í 3-5 daga hjá þeim, mér finnst það nú dálítið langur tími. En það verður víst bara að hafa það. Reyndar hefðum við getað borgað 6.000 krónur og þá hefðum við fengið einhverja flýtimeðferð en mér finnst það bara of mikill peningur fyrir eitthvað svona. Þannig að Árni þarf bara að vera uppi í skóla að læra. Fyrirlesturinn hjá honum og Sverri gekk bara vel í dag, greyið hann var svo stressaður. En það er þá allavega búið. En svo á Árni að skila verkefni bæði á miðvikudag og fimmtudag þannig að það er bara brjálað að gera hjá honum. Ég er bara að vona að næsta vika verði ekki svona brjáluð svo að hann geti komið upp í sumarbústað með góðri samvisku. Ekki gaman að fara eitthvað svona og þurfa að drífa sig heim.
Svo var Helga vinkona að byrja að blogga, set link inn á hana, reyndar er nú ekki mikið komið inn á síðuna en við skulum vona að það batni ;)
mánudagur, september 01, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/01/2003 08:52:00 e.h.
|