mánudagur, september 15, 2003

Það gengur allt á afturfótunum hjá mér núna, ég er með geðveikan höfuðverk og alveg rosalega flökurt. Af því að Árni var að fara upp í skóla með fartölvuna og það er svo vont að vera að horfa á þætti í tölvuherberginu, fluttum við einn stólinn okkar inn í tölvuherbergi svo að ég gæti haft það næs þar. Ég var búin að kaupa smá nammi og koma mér vel fyrir og ætlaði að horfa á ER. Það byrjaði á því að diskurinn festist í tölvunni og ég þurfti að restarta til að geta opnað drifið aftur. Nei nei, þá þarf að installa einhverju í tölvuna til að ég geti horft og Árni þarf að fixa það þegar að hann kemur heim. Þannig að ég ætlaði að horfa á Stargate en þá eru þrír þættir í röð þannig að hljóðið heyrist en engin mynd kemur. Arrrg parrrg, ekki sátt.