Ég er búin að vera rosalega dugleg að sækja um vinnu í dag, fór á sex staði og þá bara eftir að fara á ca. sjö. Þannig að það er bara fínt.
Svo fór ég til læknisins í gær, hann var fljótur að taka mig af sýklalyfjunum út af öllum þessum aukaverkunum (ógleði, höfuðverkur og svo fæ ég útbrot á bringuna). Hann var alveg rosalega hissa á því að ég væri með þessar aukaverkanir, því að samkvæmt einhverri bók þá fylgir ógleði eiginlega bara lyfinu. Hann var bara frekar stressaður um mig meira að segja, ég á mæla mig tvisvar á dag og hringja strax í hann ef eitthvað versnar. Þannig að ég á ekki að vera á þessum lyfjum í þrjár vikur en þá á ég að koma aftur til hans og þá er hann að spá í að láta mig fara í lasermeðferð fyrir útbrotin á nefinu. En hvað ætli það kosti? Gleymdi alveg að spyrja að því.
En mér líður allavega mikið betur, hausverkurinn er strax búinn að minnka og það er bara æðislegt.
Svo ætlum ég og Árni að fara að versla jólagjafir á morgun og þrífa íbúðina okkar. Jibbí gaman (það að fara að kaupa jólagjafir, ekki að þrífa).
föstudagur, september 26, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/26/2003 06:44:00 e.h.
|