Ég hata að vera á sýklalyfjum, þau eru óþolandi. Mér er alltaf svo flökurt og ekki nóg með það að þegar að maður byrjar að taka sýklalyf þá aukast útbrotin alltaf fyrst þannig að útbrotin eru komin smá út á kinn, gjörsamlega hatandi. En maður verður víst bara að sætta sig við þetta, ég á reyndar eftir að vera á þessum lyfjum í að minnsta kosti 3 mánuði, ekki gaman.
Fyrir utan þetta er í raun voða lítið að gerast, ég er ekki alveg nógu dugleg að læra. Er ekkert komin eftir á, en mér finnst alltaf svo gott að vera nokkrum dögum fram yfir í lestri því þegar að maður byrjar að gera tilraunirnar þá fer allur tíminn í þær. Svo í næsta mánuði á ég að halda umræðutíma í Félagslegri sálfræði. Ég þarf semsagt að lesa einhverja grein og skila 700 orða útdrætti í byrjun tímans og tala svo um greinina í klukkutíma og þetta allt á ég að gera ein!!! Oh ég kvíði svo fyrir, reyndar erum við bara 5 í umræðutímanum og kennarinn er voða næs, en samt. Svo erum við að gera þrjár tilraunir samtals í fögunum mínum og við eigum alltaf að skila munnlegri greinargerð um allar tilraunirnar og það fyrir framan 80 manns. Það á örugglega eftir að líða yfir mig.
miðvikudagur, september 17, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/17/2003 09:06:00 e.h.
|