Tveir skóladagar búnir og ég er búin að fara í tvö fög. Í gær fór ég í félagslega sálfræði en í dag var ég í klínískri barnasálfræði. Á morgun fer ég svo í hugfræði og þá er ég búin að fara í öll fögin sem ég er í á þessari önn. Ég er nefnilega bara í 13 einingum núna (hef aldrei verið í færri einingum en 15) þannig að þetta er frekar skrýtið fyrir mig að vera í svona fáum fögum. Svo á næstu önn verð ég í einu fagi og verð líka að skrifa ritgerðina þannig að þetta er bara rosalega flott. Ætla reyndar líka þá að vinna með skólanum, ég verð ekki 4 mánuði að skrifa B.A. ritgerðina mína ;).
Ég snéri sólarhringnum svo gjörsamlega við í þessu vikufríi mínu að það er ekki fyndið. Ég er bara orðin háð því að horfa á Stargate þættina seint á kvöldin og ég er einmitt að fara að gera það núna. Er komin alveg á 3. seríu og er núna á undan Árna, tíhí.
miðvikudagur, september 03, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/03/2003 12:04:00 f.h.
|