Jæja þá er komið í ljós hvað er að okkur! Ég er með rosacea á nefinu og ég þarf að taka einhverjar sýklatöflur í 3 mánuði út af því en þetta er samt svona húðvandamál að það hverfur í rauninni aldrei, gengur bara svona í bylgjum. Ekki nóg með það þá gaf læknirinn mér lista yfir það hvað ertir þennan sjúkdóm og það er: Áfengi, sterkt krydd, kaffi, te, mikil sól og mikill hiti. Ég segi bara eins gott að ég drekk voðalega lítið áfengi, krydda matinn minn voðalega sjaldan, drekk aldrei kaffi eða te og ég hata sól og hita. Voðalega er ég eitthvað heppin að hafa þennan sjúkdóm, hmmmm. Svo var ég líka með einhver útbrot á hendinni og ég fékk einhverjar ávaxtasýrur til að bera á það, læknirinn sagði að það tæki um hálft - eitt ár fyrir það að lagast. Ég vona bara að þetta verði farið fyrir brúðkaupið, ég finn reyndar ekkert fyrir þessum útbrotum en samt ekkert gaman að hafa þau.
föstudagur, september 05, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/05/2003 09:11:00 e.h.
|