föstudagur, september 19, 2003

Vá ég er búin að vera svo stressuð í allan dag. Kisinn okkar fór út klukkan fimm í nótt og það er ekkert óeðlilegt en hann var bara að koma inn rétt í þessu, hann var semsagt úti í 12 klukkutíma. Hann kemur venjulega inn svona um tólfleytið. Ég var búin að kalla á hann svona 20 sinnum og labbaði einn hring um hverfið til að vita hvort að ég myndi sjá hann. Svo var ég líka búin að hringja upp á Kattholt en sem betur fer er hann kominn heim.
Ég hitti Helgu og Ástu á kaffihúsi í dag. Helga kom semsagt óvænt heim frá Svíþjóð í seinustu viku og er svo að fara til Englands til að læra í næstu viku. Þannig að það var mjög gott að sjá hana aðeins og spjalla saman. Enda vorum við á kaffihúsinu í tvo tíma.
Ég átti líka að hitta Rannveigu og Önnu Heiðu á kaffihúsi í gær en ég treysti mér alls ekki því að ég var með höfuðverk og svima enn einu sinni. Ég prófaði að hringja í hjúkrunarfræðing og hún ráðlagði mér að taka ekki sýklalyfið í dag og tala við lækninn minn í dag. En nei, ég hringdi í ritarann hjá lækninum klukkan hálftíu og hún sagðist ætla að láta hann fá þessi skilaboð en hann er ekki ennþá búinn að hringja. Asnalegt. Fyrir hvað erum við að borga, má ég eiginlega spyrja. Þannig að núna er ég alveg lost yfir því hvort að ég eigi að taka lyfin eða láta þau eiga sig fram á miðvikudag en þá er læknirinn með símatíma. En málið er að þá koma útbrotin um leið aftur, þau eru strax búin að versna í dag. Vá hvað þetta er eitthvað mikið nöldur hjá mér, ætli ég hætti þessu bara ekki.