Oh hvað það er gott að það sé helgi, ég er reyndar ekki búin að vera dugleg að læra og er með geðveikt samviskuvit yfir því. En það reddast.
Ég var bara að hafa það næs í gær, fór í klippingu og var svo hjá mömmu og pabba í einhverja þrjá tíma. Árni var nefnilega uppi í skóla í allan gærdag og kom ekki heim fyrr en klukkan fimm um nóttina, brjálað að gera hjá honum. Reyndar var hann nú ekki að læra allan tímann, var svona að horfa með öðru á boxið líka. En vá hvað ég gæti ekki haldið mér vakandi svona lengi, ég væri sofnuð fyrir framan tölvuna. Svo ætlar hann að fara aftur í dag, rosalega duglegur. Ég ætla hinsvegar að vera heima og reyna að læra ;)
sunnudagur, september 14, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/14/2003 10:37:00 f.h.
|