sunnudagur, nóvember 02, 2003

Helgin var rosalega fín, ég og Árni tókum okkur frí frá lærdómi á laugardaginn og fórum og versluðum jólagjafir. Oh það var ekkert smá næs að læra ekkert og vera bara að dunda sér. Erum búin að kaupa jólagjafir fyrir öll frændsystkinin sem eru alveg 11 stykki þannig að það er mjög gott að vera búin með það. Svo á laugardagskvöldið var svona matarklúbbshittingur hjá vinum hans Árna. Það var ekkert smá gaman, rosalega góður matur og mikið spjallað og hlegið. Ekkert smá gaman að lyfta sér smá upp svona áður en flutningar og próflestur byrjar. Alveg nauðsynlegt.
Í dag erum við svo bara búin að vera að taka því rólega, systir hans Árna hún Laufey á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Laufey. Við fórum til þeirra í dag og þvííkar kræsingar, það var eins og heill her væri að koma í afmælið ;).
Við erum líka búin að vera rosalega dugleg að pakka, allar styttur og allt svona brothætt smádót komið ofan í kassa sem og meirihlutinn af stellinu okkar og fínu glösunum. Mér finnst nefnilega leiðinlegast að pakka svona brothættu þannig að það er fínt að vera búin með það.