sunnudagur, nóvember 09, 2003

Vá hvað það gengur allt á afturfótunum hjá okkur. Árni var að keyra uppí HR og keyrði ofan í einhverja risastóra holu (sem var ekkert merkt) og bíllinn er bilaður. Einar frændi kom og kíkti á hann og við þurfum að láta draga hann upp á verkstæði á morgun og þar ætlar Einar að líta betur á hann (hann gat ekkert sagt hvað var að). Við ætlum að hringja í Gatnamálastjóra á morgun og heimta að þeir borgi alla viðgerðina, þeir eru að laga eitthvað og merkja ekki einu sinni neitt. Ekkert smá hallærislegt og ég er svo pirruð. Það gengur nefnilega ekkert að vera bíllaus og þá sérstaklega ekki þegar að maður er að flytja.