þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Við erum búin að missa leigjandann, það kom upp smá misskiningur sem varð til af okkar hálfu og við hringdum í hana og sögðum henni frá þessum misskilningi (leigan myndi semsagt hækka um 2.000 kr á mánuði) og hún varð bara brjáluð og skellti tvisvar á okkur og sagði að við værum óheiðarleg og eitthvað þannig. Við ákváðum að segja henni að við værum búin að finna nýja leigjendur því að við viljum ekki leigja svona fólki sem skelllir á mann, er hún 5 ára?
Brjálað að gera í skólanum, er að skila skýrslu núna á fimmtudaginn í félagslegri sálfræði og við erum í geðveikt miklum vandræðum því að við vissum ekki hvort að við mættum nota eitt próf til að reikna út marktekt og þannig. Það er stundakennari í þessu fagi og við fórum að hitta hann og hann gat ekkert sagt okkur um þetta því að hann vissi það ekki!! Ekki alveg nógu gott finnst mér. Þannig að við þurfum að tala við kennarann á morgun og skrifa niðurstöður og túlka þær og skila bara svo daginn eftir. Reyndar eru þetta ekki lokaskil, kennarinn ætlar bara að lesa yfir og sjá svona hvernig þetta lítur út en maður verður nú samt að skrifa eitthvað í niðurstöður!!
Svo á ég afmæli eftir 6 daga, gaman gaman. Verð geðveikt gömul. Eftir eitt ár þá verð ég aldarfjórðungsgömul, vá. Ég og Sollý systir ætlum að halda saman upp á afmælin okkar á laugardagskvöldinu (þar sem að við eigum afmæli sama dag) heima hjá henni. Hún verður reyndar rosalega gömul eða fertug!! Við ætlum bara að bjóða fjölskyldunni og svona. Svo ætla ég að bjóða vinkonunum heim á afmælisdaginn, reyndar verður allt í kössum en þær verða bara að sætta sig við það. Reyndar finnst mér mest leiðinlegt að Árni þarf að skila tveim verkefnum fyrir klukkan tólf á miðnætti á afmælisdaginn minn þannig að hann getur ekkert verið heima á afmælisdaginn (og stjanað við mig) en hann ætlar samt að reyna að kíkja í partýið sem verður heima hjá Sollý.