miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Ég fór og keypti LOTR: Two Towers í gær og við ætlum að horfa á hana á morgun, ég get varla beðið!! Árni fer nefnilega í próf á morgun milli 9-12 en svo fer hann ekki í næsta próf fyrr en á mánudag þannig að hann getur tekið sér frí og horft á myndina. Hann er svo líka búinn í einu prófi og gekk bara mjög vel (eins og alltaf).
Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, frí í skólanum á morgun og ég hlakka ekkert smá til að sofa út. Svo er bara föstudagur og svo er komin seinasta helgi fyrir upplestrarfrí, enda er helgin alveg fullbókuð. Maður þarf að nýta allar stundir. Svo næsta þriðjudag ætlum við að fara að versla fleiri jólagjafir og reyna bara að klára sem flestar, nenni ekki að standa í þessu eftir próf, þá vil ég bara eiga frí. Við eigum reyndar eftir að kaupa 11 jólagjafir þannig að þær verða ekkert allar kláraðar en vonandi meirihlutinn.
Svo fór ég eftir skóla í dag að sækja um vinnu og sótti um vinnu á sex stöðum, vona bara að það komi eitthvað út úr því ;)