Voh, LOTR: TTT er bara alveg geðveik, þótt að hún sé tæpir fjórir tímar tekur maður ekkert eftir því. Ég get varla beðið eftir þriðju myndinni, hún verður frábær.
Svo fengum við að frétta á föstudaginn að verktakarnir eru 100% bótaskyldir, jibbí. Fyrst var TM reyndar eitthvað að nöldra um að þetta ætti að skiptast í helminga en Árni röflaði í þeim og þá skiptu þeir um skoðun enda kemur ekkert annað til greina. Myndirnar sem voru teknar af staðnum sýna alveg að þetta er stórhættulegt.
Nú svo er seinasta vikan í skólanum að byrja, seinasti kennsludagur á morgun og svo á þriðjudag og á miðvikudag eru svona upprifjunartímar og svo á fimmtudag byrjar maður að lesa, ekki gaman. En svo verður þetta búið 17. desember kl. 12.
Í gær hitti ég svo vinina á Ara í Ögri, fínt að komast aðeins út og spjalla, enda hittir maður vinina ekkert fyrr en prófin eru búin.
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 11/23/2003 02:00:00 e.h.
|