Við fórum til löggunnar í dag og kærðum þessa verktaka og svo fórum við til TM og þeir ætla að láta okkur vita á morgun hvað kemur út úr þessu. Við náðum svo í bílaleigubíl í dag upp á von og óvon því ef að þeir eru bótaskyldir þurfa þeir að greiða bílaleigubílinn en annars þurfum við auðvitað að greiða hann. Það gengur bara ekki að vera bíllaus, pabbi var alveg frábær í dag að keyra mig og Árna í skólann og svo keyrði hann okkur líka til löggunnar og TM og líka til að ná í bílaleigubílinn. Takk pabbi ;).
Svo ætlum við að flytja á morgun, mamma kom og pakkaði niður í dag fyrir mig á meðan ég var í skólanum svo að það væri búið að pakka öllu, alveg frábær líka sko. Ég á bara yndislega foreldra.
En á morgun þarf ég að halda smá umræðu (fyrir 80 manns) um niðurstöður í tilrauninni minni þannig að allir verða að hugsa góðar hugsanir um 9.50 á morgun. Reyndar erum við tvær og við megum ekki vera lengur en 10 mínútur en ég kvíði samt frekar mikið fyrir.
En að vera á þessum bílaleigubíl er ekkert smá skrýtið, við fengum Yaris frá þeim, bara ársgamlan og það er svo skrýtið að keyra svona nýjan bíl miðað við 9 ára gamla bílinn okkar. Ég keyrði eins og 17 ára stelpa nýbúin að fá bílpróf, drap á bílnum á hverjum ljósum og svona. En þetta venst.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 11/12/2003 07:53:00 e.h.
|