Komin í upplestrarfrí!! Jibbí, seinasta próftörnin mín í HÍ er byrjuð, ekkert smá gaman.
Við erum semsagt komin með leigjendur að Laugateiginum, loksins. Þetta eru tvær ungar stúlkur og okkur leist bara vel á þær, þær fá afhent líklegast í kvöld þannig að það er bara fínt að vera loksins búin að leigja hana og þurfa ekki lengur að vera að sýna öllum hana.
Svo er ég komin með vinnu, byrja 18. desember (daginn eftir að ég er búin í prófum) á Bæjarhrauni í Landsbankanum. Þetta er alveg pínkupons útibú (bara 4 sem vinna þarna) þannig að maður verður svona allt í öllu, sem er fínt, þá lærir maður bara meira og fær meiri reynslu. Ég er semsagt að leysa eina konu af sem er að fara í barneignarleyfi og það gæti bara ekki hentað betur fyrir mig.
En jæja, þarf að halda áfram að læra.
föstudagur, nóvember 28, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 11/28/2003 09:52:00 f.h.
|