Vá hvað ég er ekki alveg komin í stuðið fyrir upplestrarfríið, ég er alveg búin að vera dugleg að læra (mætti samt alveg vera duglegri) og svona en mér finnst ég ekki kunna neitt. Enda er líka vika í fyrsta prófið núna, ég held að ég sé bara ekki orðin nógu stressuð.
En núna er semsagt niðurtalningin í próflokin byrjuð og líka niðurtalningin í jólin, 16 dagar þangað til að ég verð búin í prófum og 23 dagar í jólin. Ég og Árni eigum bara eftir að versla 4 jólagjafir og ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar handa honum þannig að það er ekki mikið eftir. Ég er rosalega ánægð með það, aðeins minna að gera í fríinu.
mánudagur, desember 01, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 12/01/2003 12:06:00 e.h.
|