Ætlaði bara að láta vita að það verður ekki skrifað mikið á næstunni því að ég datt í hálku í gær, beint á vinstri olnbogann (sem betur fer er ég ekki brotin) og er núna með tvöfaldan olnboga af því að ég er svo bólgin. Þannig að núna er ég með hendina í fatla. Sem betur fer datt ég á vinstri því að ég er að fara í próf eftir 3 daga og þar sem ég er rétthent get ég alveg skrifað í prófinu. Þar sem að það er búið að taka mig ca. 5 mínútur að skrifa svona lítið ætla ég bara að láta þetta nægja.
|