Í gær var jólasaumó með skvísunum og mennirnir fengu að koma með ;) Það var ekkert smá gaman því að við erum svo sjaldan allar á landinu þannig að það var frábært að allir skyldu hafa tíma til að komast. Og svo var rosalega mikið spjallað og borðað og hlegið. Svo var rosalega mikið dáðst að nýju prinsunum í saumaklúbbnum, þeir eru algjörar dúllur.
Í dag var ég semsagt frekar þreytt í vinnunni því að við komum seint heim. Svo finnst mér líka frekar skrýtið að vera að fara að vinna á morgun (er að vinna til hádegis), ég er eiginlega ekki alveg að ná því að það séu að koma áramót. En það verður samt svo gaman á morgun, ég fer til mömmu og pabba og borða svið, nammi namm. Árna finnst þau hinsvegar vond (skil ekkert í honum) þannig að hann verður hjá mömmu sinni og pabba í mat.
En ég segi bara við alla núna af því að ég nenni örugglega ekkert að blogga á morgun:
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna!! Megi gæfan fylgja ykkur á nýju ári.
þriðjudagur, desember 30, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 12/30/2003 10:53:00 e.h.
|