Jibbí, ég er búin í prófum. Oh það er svo frábært. Reyndar veit ég ekki alveg hvernig mér gekk, það voru nefnilega bara ritgerðarspurningar í prófinu og ég gat alveg skrifað eitthvað við allt en kannski sagði maður ekki nákvæmlega það sem kennarinn var að leita eftir o.s.frv. En það þýðir víst ekki að stressa sig á því, þetta er búið og maður gerði það besta sem maður gat.
Svo fór ég bara í strípur og ætla svo bara að slappa af í kvöld. Ég er nefnilega að deyja úr þreytu, fór að sofa klukkan tólf í gær en vaknaði um hálfþrjú og gat ekki sofnað aftur fyrr en fimm útaf stressi.
Vinur hans Árna fékk boðsmiða á LOTR í lúxussal og bauð Árna með sér í kvöld. Árni sagði auðvitað já sem ég skil mjög vel (en hann er samt að fara í próf á morgun) en mig langar líka að sjá hana í kvöld. Svo förum við bara aftur 28. Gaman gaman. Hinsvegar má Árni ekki segja mér neitt úr myndinni, þá verð ég alveg brjáluð.
miðvikudagur, desember 17, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 12/17/2003 04:50:00 e.h.
|