þriðjudagur, desember 16, 2003

Mér líður mikið betur núna í hendinni, er allavega laus við fatlann og get byrjað að tjá mig aftur, jibbí.
En núna er bara eitt próf eftir (á morgun) og ég er frekar stressuð, frekar lítill tími miðað við hvað það er mikið efni fyrir prófið. Svo verða bara líka 5 spurningar í prófinu þannig að maður verður annaðhvort heppin eða óheppin, það er ekki fræðilegur að maður muni kunna allt jafnvel.
En svo á morgun klukkan tólf verð ég komin í jólafrí!! Reyndar ekkert mikið frí því að ég verð að vinna um jólin en samt þá allavega prófafrí.
Ætla bara að láta þetta nægja og líta enn einu sinni yfir glósurnar.