mánudagur, desember 29, 2003

Oh hvað þetta eru búin að vera yndisleg jól. Ég naut þess alveg að vera í fríi (er komin í vinnuna núna). Ég og Árni vorum heima hjá mömmu og pabba og fengum alveg frábæran mat. Ég og Árni fengum ekkert smá mikið, eiginlega of mikið til að ég nenni að telja það upp ;) Svo var bara legið og lesið og borðað nammi og haft það rosalega kósí.
Á jóladag voru tvö jólaboð, eitt hjá mömmu og pabba og eitt hjá tengdó þannig að við þurftum að skipta okkur en Árni kíkti reyndar aðeins við hjá mömmu og pabba. Eftir boðin var farið til Hrannar og Axels og spilað alveg til hálffimm um morguninn. Svo var afmælispartý hjá Karen 27. des og það var rosalega gaman. Reyndar var geðveikt kalt en það reddaðist nú allt.
Í gær fórum við svo á LOTR og oh my god, hvað hún er geðveikt. Ég ætla nú ekkert að segja neitt meira til að eyðileggja ekki fyrir neinum en það má enginn missa af henni.
Svo er ég búin að fá eina einkunn, fékk 6,5 í félagslegri sálfræði og ég var bara nokkuð ánægð með það, hæsta einkunnin var bara 8,5. Núna á ég bara eftir að fá út úr tveimur prófum.