Tveir dagar í næsta próf og ég get varla beðið. Ég hef semsagt fjóra daga fyrir þetta próf og það er bara of mikið, þetta er nefnilega valfag (bara 3 einingar) og það eru um 350 bls. í lesefni, sem er náttúrulega ekki neitt. Og þar sem að ég er að lesa bókina í þriðja skiptið þá er ég bara búin að vera að lesa um þrjá kafla á dag sem þýðir að ég er búin að sofa til ellefu og læra svo til svona fjögur og láta mér svo leiðast, vegna þess að ef ég myndi reyna að lesa bókina í fjórða skiptið myndi ég bara rugla öllu saman.
En svo í kvöld verður smá gaman, tengdamamma á nefnilega afmæli, til hamingju með afmælið Ingibjörg. Og hún er búin að baka kökur og svona þannig að ég fæ nammigott. Og svo koma nokkrir gestir þannig að maður getur spjallað við einhverja, maður einangrar sig alltaf svo mikið í prófum.
fimmtudagur, desember 11, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 12/11/2003 04:57:00 e.h.
|