mánudagur, desember 08, 2003

Eitt próf búið og tvö eftir. Það gekk bara betur en ég hélt að myndi ganga í dag. Þetta voru samt 3 ritgerðir og ég gat alveg skrifað fullt um hvert efni en þetta er alltaf svo huglægt mat. En bara fínt að vera búin.
Svo fór ég í klippingu og er orðin rosa sæt, tíhí. Svo fórum ég og Árni og kláruðum að versla allar jólagjafirnar, jibbí. Ég fékk líka fyrirfram jólagjöf frá tengdó, af því að mig vantaði svo pils og skó fyrir jólin (á ekkert pils og enga spariskó) þá gáfu þau mér þannig í dag, ekkert smá flott. Þannig að ég er búin að fá tvær jólagjafir, gaman gaman.
Svo er ég bara núna að hlusta á jólalög og pakka inn nokkrum jólagjöfum. Reyndar verð ég frekar mikið pirruð á því, vegna þess að ég er svo mikill fullkomnunarsinni og svo rosalega smámunasöm þá fara böndin alltaf svo í taugarnar á mér því þau vilja aldrei tolla alveg eins og ég vil hafa þau, ég veit ég er pínku skrýtin.
Núna er Árni búinn að fá allar einkunnirnar sínar, hann var búinn að fá eina 9,5 í stærðfræði, í dag fékk hann að vita að hann er með 9,0 í málstofu, 9,0 í tölvugrafík og 9,5 í forritunarmálum. Ekkert smá flott hjá honum, til hamingju ástin mín. Þannig að þetta þýðir að hann þarf bara að fá 8 í faginu sem hann er í núna og þá er hann með 9 í meðaleinkunn, kemst á forsetalistann og fær skólagjöldin niðurfelld, jibbí.