föstudagur, desember 19, 2003

Jæja búin að vera tvo daga í vinnunni og það er bara fínt. Mjög góðir vinnufélagar og alltaf nóg að gera. Gaman að vera aftur komin fram í afgreiðslu í staðinn fyrir að vera alltaf í bakvinnslunni.
Svo fékk ég jólagjöf í dag frá Landsbankanum, allir fengu risastóra ostakörfu og það var líka graflax og reyktur lax. Svo var einn pakki sem var pakkaður inn og ég var svo forvitinn að ég opnaði hann og þá var það Heimur spendýranna eftir David Attenborough, ekkert smá flottar gjafir. Reyndar var Árni ekkert alltof sáttur því að hann var búinn að kaupa Heim spendýranna í jólagjöf handa mér þannig að hann þarf að kaupa eitthvað annað í staðinn :(
Árni fékk lokaeinkunnina sína í dag, fékk 9,0 í Fallaforritun (og er þá með 9,2 í meðaleinkunn) þannig að hann kemst á forsetalistann og fær skólagjöldin niðurfelld á næsta önn, ekkert smá flott hjá honum. Til hamingju krúsin mín.