Jæja, annað próf búið og þá er bara eitt eftir. Mér gekk held ég bara ágætlega í dag, prófið var frekar stutt bara 80 krossar og ég var búin eftir 25 mínútur. En þar sem að maður má ekki fara fyrr en eftir klukkutíma þá fór ég fjórum sinnum yfir prófið!! Mér finnst svo hræðilegt að hafa svona langan tíma því að þá fer ég alltaf að breyta öllum svörunum mínum, reyndar breytti ég bara þrem en samt.
Svo var Idol í gær, mér fannst þau öll mjög góð, erfitt að reka einhvern burt. Ég var nú reyndar búin að sjá fyrir mér að Rannveig myndi vinna keppnina en það gekk víst ekki eftir.
Ég og Árni fórum í gær og keyptum miða í lúxussal á LOTR, 3 myndina. Við fórum þrem tímum eftir að byrjað var að selja miðana og samt var búið að selja upp fyrir tvo daga.
En núna eru bara 4 dagar eftir í próflok, jibbí. Ég get varla beðið.
laugardagur, desember 13, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 12/13/2003 05:25:00 e.h.
|