Það er gjörsamlega ekkert að gerast hjá mér, kannski ekki skrýtið miðað við það að ég fer ekki út úr húsi vegna þess að ég er að læra. En á mánudaginn verður þetta próf búið og þá ætla ég í klippingu, jibbí. Maður verður nú að líta sómasamlega út um jólin.
En eins og ég segi þá er ekkert að frétta, ég sit og les allan daginn og svo þegar Árni kemur heim þá þarf hann að hlusta á allan pirringinn í mér vegna þess að ég held alltaf að ég kunni ekki neitt (sérstaklega þegar að maður hefur 11 daga fyrir eitt próf), eftir því sem ég læri meira því minna finnst mér ég kunna. Ekki alveg nógu gott en þetta hlýtur að reddast :s.
Svo er Árni búinn að fá út úr einu próf, fékk 9,5 í Stærðfræðilegri greiningu, ekkert smá flott hjá honum.
Ég fór og skrifaði undir ráðningarsamninginn hjá Landsbankanum í gær þannig að það er alveg klappað og klárt. Reyndar var ég nú ekkert sátt við það að ég þarf að vinna til hádegis á gamlársdag og líka á aðfangadag held ég. Veit einhver hvort að það er opið í bönkum á aðfangadag? (vá ég veit þetta ekki en er samt búin að vera að vinna í banka síðan árið 2000).
fimmtudagur, desember 04, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 12/04/2003 02:22:00 e.h.
|