Það er nú heldur lítið búið að gerast hjá mér á nýja árinu, ég fékk nefnilega þessa kvefpest sem er að ganga og er búin að liggja síðan á gamlárskvöld. Mér leið svo illa það kvöld að ég var farin að sofa klukkan tvö, svo er ég bara búin að liggja í rúminu hina dagana og mætti ekki í vinnuna á föstudaginn.
Ég ætla nú að hætta mér út í kvöld, Bjarklind systir var að bjóða öllum systkinunum í mat í kvöld og ætlar að vera með læri, nammi namm. Reyndar var hún líka að tala um að vera með karaóki en ég og Árni ætlum ekki að taka þátt í því, læt hinar systurnar bara um það.
Mér fannst Idolið bara fínt í gær, loksins kaus þjóðin eins og ég!! Mér fundust allar stelpurnar hræðilegar, so sorry.
Svo fóru Karen og Grétar snemma í morgun (ekki gaman), mér fannst nú eiginlega mest leiðinlegast að hafa ekki komist í gær og kveðja þau en ég treysti mér bara hreinlega ekki út.
laugardagur, janúar 03, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 1/03/2004 04:37:00 e.h.
|