miðvikudagur, janúar 14, 2004

Ég er búin að fá seinustu einkunnina mína og ég fékk 6,5 og er bara sátt við það. Þetta var allt krossapróf og það var nefnilega dregið niður fyrir hvert rangt svar þannig að maður vissi í raun ekkert hvernig manni gekk. En ég er semsagt búin að ná öllu og á núna bara eftir að fara í eitt próf í HÍ.
Pabbi þurfti að gista í nótt á spítalanum eftir augnaðgerðina sína. Honum leiddist örugglega því að hann gat ekkert verið með gleraugun sín og var með umbúðir líka þannig að hann þurfti bara að liggja uppi í rúmi í allan gærdag. En hann var að koma heim þannig að þá getur mamma stjanað við hann. Líði þér bara vel pabbi minn.