Ég gleymdi nú að segja frá því sem ég gerði um helgina (það er þá eitthvað að gerast hjá mér). Á föstudaginn fórum við til Hrannar og Axels og Ásta og Ívar komu líka og við vorum bara að spila og svona, voðalega næs. Reyndar unnu strákarnir en við stelpurnar tökum þá bara næst.
Á laugardagskvöldinu var svo matarboð hjá Helgu og Frey og Rannveig og Sverrir komu líka. Ekkert smá góður matur og dálítið öðruvísi frá því sem maður fær venjulega. Kvöldið var bara mjög skemmtilegt fyrir utan það að við stelpurnar stóðum í röð í svona hálftíma fyrir framan Hverfisbarinn og svo loksins þegar að við komumst inn kom Árni og sagðist vera svo illt í maganum að hann ætlaði bara heim. Þar sem að ég tímdi ekki að taka tvisvar sinnum leigubíl sama kvöldið í Kópavog (tvær ferðir kosta um 3.500) fór ég bara heim með honum. Þannig að bæjarferðin mín var bara að standa í röð, rosalega gaman.
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 1/13/2004 11:15:00 f.h.
|