Árni á afmæli í dag, til hamingju með afmælið ástin mín. Honum finnst hann vera orðinn alveg rosalega gamall eða 26 ára. Mér finnst það bara fínn aldur, ekkert of gamall. Ég gaf honum dvd með Metallica, viðtöl við meðlimi og svona en svo kom í ljós að hann á hann, ekki alveg nógu gott. En hann getur þá bara skipt honum.
Það er nú mest lítið annað að frétta, maður vaknar bara og fer í vinnuna og kemur heim og fer að sofa. Voðalega áhugavert eða hitt þó heldur.
Pabbi fór reyndar í augnaðgerð í morgun, greyið. Ég er eitthvað svo hrædd um allar svona augnaðgerðir, mér finnst að það þurfi svo lítið að koma fyrir til að allt fari í rugl, en þetta fer nú örugglega allt vel. Gangi þér vel pabbi minn.
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 1/13/2004 09:04:00 f.h.
|