laugardagur, janúar 17, 2004

Jæja Idol búið og ég er svo sátt við sigurvegarann, ég hélt með honum þannig að ég var bara ánægð.
Árni fór í TOEFL próf í morgun og þurfti að fara út alveg klukkutíma fyrr til að moka innkeyrsluna, ég öfundaði hann ekki í morgun klukkan hálfátta þegar að hann fór út. Honum gekk bara rosalega vel og fær niðurstöðurnar eftir mánuð þannig að þá getum við sótt um skóla í Danmörku, jibbí. Ég þarf hinsvegar ekki að fara í þetta próf því að sálfræðin er bara kennd á dönsku, ekki á ensku.