mánudagur, janúar 26, 2004

Helgin búin og ný vinnuvika byrjuð. Við skemmtum okkur samt alveg hrikalega vel á föstudeginum, vorum í nýju álmunni á Hótel Sögu og herbergið var rosalega flott. Svo var maturinn á Lækjarbrekku geðveikur, ég fékk mér humarsúpu í forrétt og lamb og humarhala í aðalrétt. Árni fékk sér hreindýra carpaccio í forrétt og túnfisksteik í aðalrétt, algjört nammi namm.
Svo á laugardeginum fórum við að stússast í sambandi við brúðkaupið, fórum og mátuðum föt á Árna og hann verður semsagt í kjólfötum sem við leigjum bara. En svo keyptum við líka jakkaföt handa honum, nokkurs konar útskriftargjöf frá mér til hans. Geðveik flott jakkaföt. Svo borguðum við líka inn á brúðarkjólinn minn, hún pantar hann í næstu viku og hann kemur í apríl, vei vei. Og svo pantaði ég mér líka brúðarskó á netinu, fæ þá eftir svona hálfan mánuð, ekkert smá ódýrir, þeir kostar 2.800 krónur sem er bara ekki neitt miðað við verðið hér á landi. Ákvað að nota tækifærið og panta þá meðan að dollarinn er svona lágur.