Ég hitti leiðbeinandann minn fyrir B. A. ritgerðina mína áðan. Ég ætla semsagt að athuga hvort að birtingartími orða hafi áhrif á svokallaðar "implanted memories". Mjög skemmtilegt, finnst mér allavega.
Leiðbeinandinn kenndi mér eitt fag fyrir áramót og hann spurði hvort að ég vildi ekki bara fá að vita einkunnina mína og viti menn, ég fékk 7,5. Ég er bara mjög ánægð með þá einkunn því að mér fannst mér ekkert ganga það vel í prófinu. Þannig að núna á ég bara eftir að fá eina einkunn, mér finnst nú alveg rosalega hallærislegt að hún skuli ekki vera komin, á morgun eru komnar fjórar vikur síðan að ég fór í prófið, það voru 45 manns í prófinu og prófið var krossapróf. Þannig að kennararnir þurfa bara að renna þessu í gegnum skanna og þá eru þeir búnir að fara yfir prófið, bara leti í þessu pakki ;).
föstudagur, janúar 09, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 1/09/2004 12:40:00 e.h.
|