miðvikudagur, janúar 21, 2004

Oh ég hlakka svo til á föstudaginn. Það var tilboð á gistingu á Hótel Sögu (10.000 ferðapunktar nóttin) og þar sem að við áttum alveg þessa ferðapunkta ákvað ég að panta eina nótt á bóndadaginn. Svo ætlum við líka út að borða sama kvöld á Lækjarbrekku, við erum semsagt að halda upp á bóndadaginn, konudaginn og svo líka að við erum búin að vera saman í 4 ár 3. febrúar. Við ákváðum samt bara að halda upp á þetta núna vegna þess að vinnan við lokaverkefnin hjá okkur er ekki komin á fullt en þegar að lengra líður þá sjáumst við nú örugglega ekkert.
Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, fór í fyrsta tímann minn í gær í Réttarsálfræði og fékk algjört sjokk vegna mikils vinnuálags, þetta er valfag þannig að mér finnst að þeir ættu nú að hafa ekkert alltof mikið vinnuálag. Þannig að ég skráði mig í Öldrunarsálfræði en þá er ennþá meira vinnuálag þar, núna veit ég ekkert hvað ég á að gera. Það er nefnilega skyldumæting í nokkra tíma í Réttarsálfræði og þar sem ég er að vinna kemst ég ekki í þá. En svo eru líka skyldumætingatímar í Öldrunarsálfræði þannig að ég veit ekkert hvernig þetta fer.