Jæja, mér er nú byrjað að líða aðeins betur, er bara rám núna en mestallt kvefið er farið. Sem betur fer, ég hata að vakna tíu sinnum á nóttunni alveg stífluð.
En það er í raun ekkert að gerast hjá mér, fer bara í vinnuna og svo aftur heim. Ég er svo þreytt alla daga því að ég sneri sólarhringnum gjörsamlega við um áramótin og svo sofna ég alltaf þegar að ég kem heim úr vinnunni þannig að þá get ég ekki sofnað aftur fyrr en um þrjúleytið á nóttunni, ekki alveg nógu gott.
Árni byrjaði svo í skólanum í dag, hann er líka veikur greyið, fékk hálsbólgu og er líka smá kvefaður. Svo á morgun er hann að fara með Snúð í bólusetningu, greyið manns, maður verður alltaf svo hræddur þegar að maður fer í bíl og til dýralæknisins, ekki gaman. En þetta er bara einu sinni á ári, sem betur fer.
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 1/07/2004 10:27:00 e.h.
|