Oh það er svo jólalegt úti, ég elska þegar að það snjóar svona mikið. En ég er líka svo mikið fyrir kulda og veturinn þannig að það er kannski ekkert skrýtið.
Árni kláraði prófin í gær og honum gekk bara mjög vel. Strax eftir prófin fóru hann og einhverjir HR-ingar í sumarbústað og voru að djamma og svona. Og ég er ekki einu sinni byrjuð í prófum!! En svo strax á morgun byrjar hann í sérhæfðu námskeiði þannig að hann er ekki alveg búinn í skólanum.
Svo er bara einn dagur eftir og þá er komið upplestrarfrí, ég ætla reyndar að taka mér frí á morgun og versla jólagjafir en strax á fimmtudag verður byrjað að lesa.
Einar frændi sem er að gera við bílinn okkar hringdi í mig í dag og sagði að kostnaðaráætlunin væri komin í 120.000 krónur og það er bara það sem þeir sjá. Þetta getur hækkað geðveikt mikið þegar að þeir byrja að rífa allt í sundur og svona. Þannig að þetta verður nokkuð dýrt fyrir þessa verktaka.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 11/25/2003 04:38:00 e.h.
|