sunnudagur, nóvember 09, 2003

Ég og Sólveig héldum upp á afmælið okkar í gær heima hjá Sólveigu. Það var rosalega fínt, við buðum bara fjölskyldunni og svona og ég fékk ekkert smá mikið, 2 hálsmen, bol, peysu, loðna inniskó, handklæði og kisusokka frá sock shop.
Í dag fluttum við rosalega mikið heim til tengdó, Bergþór pabbi var í bænum á stóra vörubílnum sínum þannig að við nýttum tækifærið og fluttum allt sem við getum verið án. Ég vildi bara að ég hefði vitað fyrr að hann hefði verið í bænum því að þá hefðum við getað verið alveg tilbúin með allt og bara klárað að flytja. Það hefði þá sparað okkur að fá sendibíl á miðvikudaginn. En samt frábært að vera búin með geymsluna og alla kassa.
Eftir að við fluttum fórum við til mömmu og pabba með Snúð og ég er búin að vera hérna í tvo tíma og hann er búinn að vera undir rúmi allan tímann að deyja úr hræðslu. Greyið manns, ég vorkenni honum svo mikið.
Mamma og pabbi voru líka svo góð að leyfa mér að halda upp á afmælið mitt á morgun hjá þeim vegna þess að það eru engir stólar eftir í íbúðinni, bara einn sófi og það er ekki nóg fyrir vinkonurnar. Það er líka allt í drasli þannig að ég hefði ekki nennt að þrífa alla íbúðina fyrir þær ;).