Jæja, við erum búin að auglýsa í fréttablaðinu og það eru nokkrir búnir að koma að skoða íbúðina en enginn sem hefur sagt neitt ákveðið. Ég er samt búin að vera rosalega dugleg að pakka þannig að við ætlum samt að flytja í næstu viku, bara til þess að vera búin áður en við byrjum í prófum og svona.
Svo fer Snúður til mömmu og pabba á sunnudaginn, ég kvíði ekkert smá fyrir að fara með hann og fara svo án hans. Ég vona bara að hann skilji að hann á að eiga heima þarna og fari ekki á neitt flakk, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef hann myndi týnast :(.
Ég og Árni fórum svo á Matrix 3 í dag, hún er ekkert smá góð og Carrie-Ann Moss er bara frábær sem Trinity, hún er svo flott. Væri sko alveg til í að vera eins og hún.
Svo fór ég til Rakel vinkonu í kvöld, hún var að eiga lítinn strák fyrir 5 vikum og maður var svo sætur. Alveg eins og pabbi sinn og svo rólegur. Hann sofnaði meira að segja í fanginu á mér.
föstudagur, nóvember 07, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 11/07/2003 11:23:00 e.h.
|