þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Jæja, afmælið mitt búið og maður er orðin árinu eldri :=) Það var líka svo rosalega fínt að fá stelpurnar í heimsókn í gær og spjalla aðeins og slappa af. Fyrsta kvöldið í tvær vikur sem fer ekki í það að pakka. Ég fékk margt rosalega flott hjá þeim, þrjá boli og svo svona risastórar ilmkúlur sem maður setur í baðið. Þannig að tengdó á ekkert eftir að komast í bað fyrstu vikurnar sem við búum þarna.
Annars var stefnan sett á það að flytja á morgun en Árni á að skila tveim verkefnum þannig að við þurfum örugglega að fresta því fram á fimmtudag og þá hef ég bara einn dag til að þrífa, gúlp. Kannski fínt að það frestaðist af því að ég á ennþá eftir að pakka smá, verð að reyna að klára það í kvöld.
Svo erum við vonandi komin með leigjendur, þau ætla að tala betur við okkur í dag. Læt ykkur vita af því seinna.
En vá hvað það er ömurlegt að vera bíllaus, það tekur geðveikt langan tíma að komast allt, reyndar er fjölskyldan mín búin að vera rosalega dugleg við að keyra okkur en samt alveg hryllilegt. Löggan ætlar samt að koma að skoða bílinn í kvöld, Einar frændi sem er bifvélavirki er búinn að skoða bílinn og hann er bara rosalega mikið eyðilagður, stýrisdælan farin og olíupannan lekur og eitthvað meira held ég. Svo er búið að taka myndir af þessum stað sem Árni keyrði ofan í holuna og við látum lögguna fá þær og þá getum við kannski fengið bílaleigubíl út á trygginguna hjá þessum verktökum. Við fáum nefnilega ekki bílaleigubíl nema við notum kaskótrygginguna (þar sem sjálfsábyrgðin er 74.000) og við ætlum ekkert að borga neitt sjálf. Enda sagði maðurinn sem tók myndirnar að þetta væri bara stórhættulegt að skilja þetta eftir svona.