Jæja, búin að flytja og líka búin að þrífa alla íbúðina, með hjálp frá systrunum og bestu mömmu í heimi!! Mamma og pabbi eru nefnilega búin að vera svo frábær í þessum flutningum, búin að koma á hverjum degi liggur við og hjálpa okkur.
Ekkert smá næs að vera búin að þessu öllu og geta byrjað að læra á ný. Við erum reyndar ekki komin með leigjendur, við hringdum í þau í dag (áttu að fá afhent í dag) og þau svara okkur bara ekki. Við erum búin að hringja svona 20 sinnum í þau, það er ekkert mál ef þau eru hætt við, við viljum bara vita það. Andskotans helvítis pakk sem kann sig ekki. Ég er alveg brjáluð.
Kynningin á fimmtudaginn gekk vel, allavega leið ekki yfir mig ;). Svo var ég að komast að því að það er önnur kynning í næstu viku sem á að vera í korter. Maður verður bara orðinn sjóaður í þessu fyrir rest. En þetta er mjög gott að gera svona, ættu að vera fleiri kennarar sem gerðu þetta.
Ég hlakka svo til 24. nóvember af því að þá ætlum við að horfa á Two Towers; extended edition. Hún kemur reyndar út 18. nóvember en Árni er í prófum þá þannig að ég ætla að geyma að horfa hana þangað til hann er búinn. Er ég ekki góð?
Svo er TM búið að komast að því að þessir verktakar eru bótaskyldir en þeir hafa 7 daga andmælarétt þannig að það er ekki ennþá byrjað að gera við bílinn og við erum ennþá á bílaleigubílnum, ef verktakarnir geta fundið einhverja smugu þannig að þeir séu ekki bótaskyldir þá verður það nokkuð dýrt að hafa bílinn :(
laugardagur, nóvember 15, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 11/15/2003 09:37:00 e.h.
|