Ég á bara yndislegustu foreldra í heimi. Mamma hjálpaði mér rosalega mikið að pakka þegar að við fluttum út og ég var alltaf að finna svona pakka frá þeim inn á milli fatnaðs þegar að ég var að taka upp úr töskunum. Ég er t.d. búin að finna nokkrar úrklippur af Ást er, bók og fleira. En við erum semsagt aldrei búin að taka almennilega úr töskunum og núna var loksins komið nóg pláss til að taka alveg úr töskunum og þá fann ég lítið myndaalbúm með ýmsum myndum af mér og Árna, myndir af mér þegar að ég var lítil, brúðkaupsmyndir af okkur, kisumyndir og auðvitað eldgamlar fjölskyldumyndir.
Það var svo yndislegt að sjá þessar myndir (reyndar fékk Árni hláturskast af sumum myndunum af mér þegar að ég var lítil, skil ekkert í honum, ég var svo sæt með kisugleraugun mín ;)). En ætlaði bara að segja takk elsku mamma og pabbi.
miðvikudagur, september 29, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 9/29/2004 10:58:00 e.h.
|