mánudagur, september 06, 2004

Það eru tveir sem eiga afmæli í dag. Tengdapabbi er 53 ára, til hamingju með afmælið Einar. Svo er það Snúðurinn minn sem er 2 ára í dag, til hamingju með kisuafmælið elsku Snúður minn. Vildi að ég gæti verið heima og knúsað þig.
Annars var bara mjög gaman í dag, fór í skólann klukkan 2 og var til 5. Skildi nú reyndar mest lítið af því sem kennarinn sagði en það hjálpaði til að kennarinn dreifði útprentuðum glærum og þótt að þær væru á dönsku þá skildi maður aðeins meira en ella.
Svo ætlum við að fara í heimsókn til Karenar og Grétars á eftir og við erum búin að bjóða þeim svo í mat á morgun til að þakka fyrir hjálpsemina í þeim þegar að við fluttum hingað.