mánudagur, september 06, 2004

Var að fá tölvupóst frá mömmu og pabba og þau eru að segja að Snúðurinn okkar hafi þurft að fara til dýralæknis vegna þess að hann var tvíbitinn á vinstra fæti og þurfti að fá deyfingu og sýklalyf. Æ æ greyið manns, ekki gaman að heyra svona þegar að maður er í öðru landi. En þetta á alveg að lagast, vonum bara það besta. Svo þarf maður að vera inni í þrjá daga, maður er nú örugglega ekkert voðalega sáttur við það.